top of page
Search

Roadtrip frá Króatíu til Albaníu


 

Í janúarmánuði 2019 vorum við á fullu að skipuleggja ferðina okkar. Við vorum komin með solid plan en áttum í smá erfiðleikum með að koma okkur frá Dubrovnik í Króatíu til Aþenu í Grikklandi. Það eru engar lestarstöðvar í Dubrovnik og því ekki hægt að taka lest á milli. Það var auðvitað hægt að fljúga en aftur á móti kostaði það mikið þar sem það var ekki beint flug á milli, við hefðum þurft að millilenda í Róm og taka þaðan flug til Aþenu. Það meikaði bara ekki alveg sens… Við leit að lausnum fann Breki orð á heimskortinu, Tirana, og sagði “ég ætla þangað”. Tirana er höfuðborg Albaníu og við nánari skoðun var þetta svarið sem við vorum víst að leita að allan tímann. Þá var bara pælingin hvernig við áttum að komast þangað og það voru tveir valkostir, annaðhvort að taka rútu eða að leigja bíl og keyra sjálf. Þegar við skoðuðum þessa valkosti betur þá leit rútuferðin þannig út að við myndum sitja í rútu í 14 klukkutíma með fáum sem engum stoppum. Rútuferðirnar voru allar svona langar þar sem rútan myndi taka þvílíka krókaleið í gegnum Svartfjallaland. Við hugsuðum með okkur, ókei við getum tekið hræðilega rútuferð sem er ódýr, eða borgað aðeins meira fyrir að keyra sjálf, geta stoppað þegar við viljum til að borða og hoppa út að skoða Svartfjallaland. Við enduðum á því að velja seinni kostinn.


Þann 10. júlí tókum við leigubíl upp á flugvöllinn í Dubrovnik og fengum þennan ágætis bílaleigubíl. Þá var lagt í hann og fyrsta stoppið var tekið í lunch á veitingastað í Svartfjallalandi. Eftir það hélt keyrslan áfram og við skemmtum okkur konunglega með tónlistina á botni og þá æðislegu sjón sem það var að keyra í gegnum Svartfjallaland.


Við stoppuðum í litlu sjávarþorpi sem heitir Sveti Stefan og þar tókum við góðan göngutúr. Þar sáum við svakalega fallega byggingu á lítilli eyju sem við ætluðum að skoða nánar en sáum svo að þetta var hótel sem ekki mátti skoða nema að vera gestur. Þetta er sko hótel sem ég hefði alveg verið til í að gista á!

 
 

Förinni var haldið áfram og við keyrðum í gegnum sjúklega krúttlegan bæ sem heitir Bar og sáum þessa gullfallegu kirkju!

 
 

Við komum að landamærum Albaníu um kvöldmatarleiti og stoppuðum í fyrsta bænum sem við sáum í kvöldmat. Við þurftum líka að kaupa okkur sim-kort þar sem að verðið fyrir eitt gígabæt í Albaníu er rugl dýrt. Breki rétt kveikti á netinu sínu þegar við biðum eftir matnum og hann fékk 15 þúsund króna reikning fyrir þá skemmtilegu mínútu sem hann eyddi á Snapchat. Það var því ódýrara að kaupa sér túrista sim-kort sem endist í ákveðinn tíma.


Ég er vanalega ágætlega bílhrædd manneskja en að keyra í gegnum Albaníu er það versta sem ég hef gert. Ég var í alvörunni bara sjúklega hrædd um líf mitt. Enginn virðir hraðamörk, enginn virðir akgreinar, ENGINN virðir einhvers konar umferðarreglur þarna. Hvernig við komumst með bílaleigubílinn heilann á húfi upp á flugvöllin í Tirana eftir tveggja daga dvöl mun ég ALDREI skilja.

 
 

Tirana kom samt sem áður mjög á óvart og var þetta mjög góð dvöl sem við áttum þar. Þetta er líka ódýrasta borg sem ég hef allavegana komið til. Pizza og bjór á litlar 300 krónur, ekki slæmt. Við versluðum ekki mikið í allri ferðinni en það má segja að við versluðum mest í Tirana. Við ákváðum líka að fara mjög fínt út að borða þarna þar sem allt var svo ódýr. Við fórum á þetta fína steikhús og pöntuðum okkur marga drykki, rauðvínsflösku og 750gr rib-eye steik saman og fyrir þetta allt borguðum við litlar 8.000 krónur íslenskar.

 
 

Við fundum svo flug frá Tirana til Aþenu á góðu verði og lentum í Aþenu 12. júlí, tilbúin að byrja það stóra ævintýri sem var Grikkland.


Takk fyrir lesturinn <3




5 views0 comments

Recent Posts

See All

Commentaires


bottom of page